Mín besta heilsa

FRÆÐSLA UM ÞYNGDARSTJÓRNUN LÍKAMANS

Taktu upplýsta ákvörðun um hvaða leið hentar til að þú upplifir þína bestu heilsu

Velkomin á síðuna okkar. Hópurinn sem stendur að baki Mín besta heilsa er samsettur af ólíkum aðilum sem hafa brennandi áhuga á heilsu, breiða menntun og langa reynslu. Okkar sérþekking er á þyngdarstjórnun líkamans og sjúkdómnum offitu. Við bjóðum aðgang að fjórum námskeiðum sem öll byggja á sama grunni en hafa mismunandi sérhæfingu eftir því hvert þú stefnir.

Skráning veitir aðgang í

6 mánuði

Grunnur að betri heilsu

21.000 kr.

Lífstíll og lyfjameðferð
+
Grunnur að betri heilsu

26.000 kr.

Fræðsla fyrir aðgerð
+
Grunnur að betri heilsu

48.000 kr.

Fræðsla eftir aðgerð
+
Grunnur að betri heilsu

26.000 kr.

Um stofnandann Erlu Gerði

Mín besta heilsa

Vönduð fræðsla og skilningur á okkar eigin líkama og líðan eru öflug verkfæri til að finna hvernig við getum upplifað bestu mögulegu heilsu, líðan og lífsgæði.

Ég útskrifaðist úr læknadeild Háskóla Íslands 1994 og hef unnið við offitumeðferð undanfarin 15 ár með einum eða öðrum hætti. Ég starfa nú sem sérfræðilæknir við offitumeðferð á samningi við Sjúkratryggingar og hef gert frá árinu 2015. Ég hef fengið að fylgjast með miklum breytingum á þekkingu og meðferðarmöguleikum vegna þessa sjúkdóms á þessum tíma. Ég á að baki 14 ára háskólanám sem læknir, hef sótt ótalmargar ráðstefnur hérlendis og erlendis og notið þeirra forréttinda að læra af helstu sérfræðingum á sviði offitumeðferðar í Evrópu. Mikilvægasta reynslan hefur hins vegar safnast saman með því að hafa hitt þúsundir einstaklinga sem hver hefur sína einstöku sögu að segja.

Á námskeiðunum hef ég tækifæri til segja frá því sem ég hef lært og ég hef fengið til mín góða samstarfsaðila bæði fagfólk um einstök málefni og einstaklinga sem miðla af reynslu sinni af því að lifa með sjúkdóminn offitu. Það er heilmikið verkefni að læra á líkama sinn og líðan en um leið áhugavert og skemmtilegt.

Áherslan okkar núna er að veita aðgengi að námskeiðunum okkar og smám saman munum við setja meira efni hér inn á síðuna. Við höldum áfram að læra meira og þróa verkfæri sem líkleg eru til að nýtast til að vinna með þær heilsuáskoranir sem upp geta komið. Ég vona innilega að efni námskeiðanna geti hjálpað þér til að finna hvað þú getur gert til að upplifa þína bestu heilsu.

Samskiptaupplýsingar

mottaka@minbestaheilsa.is

Mín besta heilsa

Þönglabakki 6, 3ja hæð

109 Reykjavík

Hafðu samband

Please enable JavaScript in your browser to complete this form.
Shopping Cart