Fræðsla eftir aðgerð

Námskeiðið hentar einstaklingum sem hafa farið í efnaskiptaaðgerð og vilja stuðning og fræðslu. Allir sem hafa farið í aðgerð geta skráð sig sama hvenær aðgerð var gerð eða hvar aðgerðin var framkvæmd.

Fræðslan tekur mið af mismunandi tímabilum eftir aðgerð. Fjallað er um mataræði, næringu, skammtastærðir og skipulag máltíða og ekki síst um andlega líðan, sjálfsumhyggju og lífið eftir aðgerð. Fram kemur hvernig eftirlit eftir aðgerð er nauðsynlegt, af hverju og hvernig hægt er að bregðast við helstu hindrunum sem upp geta komið eftir aðgerð. Meðal þess er ráðgjöf um hvernig best er að bregðast við ef þyngdaraukning hefst á ný eftir aðgerð.

Á námskeiðinu eru upplýsingar um lyfjameðferð við offitu eftir aðgerð, hvort og hvenær hún á við og hvernig skynsamlegast er að nota lyfin.
Aðgangur að námskeiðinu Grunnur að betri heilsu er innifalinn og getur verið gott að rifja upp ýmis atriði varðandi heilbrigðan lífsstíl. Sum atriði varðandi mataræði hafa þó breyst eins og fram kemur á námskeiðinu.

Skráning veitir aðgang að fræðsluefni í 6 mánuði. Þú getur tileinkað þér námsefnið þegar þér hentar, á þínum hraða.
Samhliða námskeiði er hægt að fá aðstoð við að tileinka sér námsefnið í stuðningstímum sem fram í litlum hópum og eru bæði á staðnum hjá okkur og á netinu. Stuðnings tímarnir eru útskýrðir á námskeiðinu og eru ekki innifaldir í verði námskeiðanna. Við höfum því miður takmarkað aðgengi að einstaklingsviðtölum þannig að miðað er við að þú fáir rannsóknir og meðferð hjá þinni heilsugæslu en við aðstoðum þig við að ná sem bestum árangri eftir aðgerð.

Námskeiðin okkar eru lifandi og í stöðugri uppbyggingu. Sum myndbandanna eru upptaka frá okkar fyrri námskeiðum og aðrar upptökur eru glænýjar. Við erum stöðugt að vinna að nýju efni og útbúa ný verkfæri sem hægt er að nota.

Shopping Cart