Grunnur að betri heilsu

Þetta námsefni hentar þeim sem vilja læra á þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og finna leið til að halda þeim í jafnvægi svo líkaminn geti stýrt líkamsþyngd sinni á eðlilegan hátt. Hér er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að koma betra jafnvægi á fjóra hornsteina heilsunnar, mataræði, hreyfingu, svefn og andleg líðan.


Við setjum efnið upp í nokkra kafla þannig að þú getir skoðað þína stöðu og lagt upp áætlun um hvað þarf að vinna með og hvernig skynsamlegt er að byggja upp verkefnið skref fyrir skref. Ef þörf er á sértækri offitumeðferð lyfjum eða efnaskiptaaðgerð þá er hér að finna upplýsingar um hvaða leið gæti hentað þér, af hverju og hvert skal leita. Ef þú ert þegar á lyfjameðferð vegna offitu eða ert að velta fyrir þér slíkri meðferð er betra að fara á námskeiðið Lífsstíll og lyfjameðferð. Ef þú ert að velta fyrir þér efnaskiptaaðgerð þá hentar námskeiðið Fræðsla fyrir aðgerð betur og námskeiðið Fræðsla eftir aðgerð hentar betur ef þú hefur þegar farið í slíka aðgerð. Þetta grunnnámskeið er innifalið í hinum námskeiðunum.

Skráning veitir aðgang að fræðsluefni í 6 mánuði. Þú getur tileinkað þér námsefnið þegar þér hentar, á þínum hraða.
Samhliða námskeiði er hægt að fá aðstoð við að tileinka sér námsefnið í stuðningstímum sem fram í litlum hópum og eru bæði á staðnum hjá okkur og á netinu. Stuðnings tímarnir eru útskýrðir á námskeiðinu og eru ekki innifaldir í verði námskeiðanna.

Námskeiðin okkar eru lifandi og í stöðugri uppbyggingu. Sum myndbandanna eru upptaka frá okkar fyrri námskeiðum og aðrar upptökur eru glænýjar. Við erum stöðugt að vinna að nýju efni og útbúa ný verkfæri sem hægt er að nota. Aðgangur að þessu grunnnámskeiði er innifalinn í hinum námskeiðunum okkar enda þarf sífellt að vinna við að styrkja þennan grunn hvað svo sem við veljum að bæta við.

Shopping Cart