- You must enroll in this course to access course content.
Hvernig er hægt að ná góðum árangri með lyfjameðferð við offitu? Ef þú ert að velta fyrir þér hvort lyfjameðferð við offitu henti þér þá gefur þetta námskeið helstu upplýsingar um það. Ef þú ert þegar á slíku lyfi og vilt ná besta mögulega árangri þá er þetta námskeið sem gæti hentað þér. Námskeiðið Grunnur að betri heilsu er innifalið. Til viðbótar útskýrum við hvernig lyfin virka, hvernig best er að nota þau, hvernig lífsstíl þarf að vinna með samhliða lyfjameðferð og hvernig hægt er að bregðast við helstu aukaverkunum. Námsefnið er þannig hugsað annars vegar til að þú getir tekið upplýsta ákvörðun um hvort þessi leið hentar þér. Hins vegar sem stuðningur við þá einstaklinga sem eru að nota lyfin til að þau hafi sem best áhrif til betri heilsu.
Skráning veitir aðgang að fræðsluefni í 6 mánuði. Þú getur tileinkað þér námsefnið þegar þér hentar, á þínum hraða.
Samhliða námskeiði er hægt að fá aðstoð við að tileinka sér námsefnið í stuðningstímum sem fram í litlum hópum og eru bæði á staðnum hjá okkur og á netinu. Stuðnings tímarnir eru útskýrðir á námskeiðinu og eru ekki innifaldir í verði námskeiðanna. Við höfum því miður takmarkað aðgengi að einstaklings tímum þannig að miðað er við að þú fáir rannsóknir, lyfseðla og lyfjaskírteini hjá þinni heilsugæslu en við aðstoðum þig við að nota lyfin rétt.
Námskeiðin okkar eru lifandi og í stöðugri uppbyggingu. Sum myndbandanna eru upptaka frá okkar fyrri námskeiðum og aðrar upptökur eru glænýjar. Við erum stöðugt að vinna að nýju efni og útbúa ný verkfæri sem hægt er að nota.