MÍN BESTA HEILSA
Greiðsluþáttaka SÍ
Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands í efnaskiptaaðgerðum vegna offitu
Einstaklingur sem óskar eftir greiðsluþáttöku getur valið um tvær leiðir til að fá undirbúning og staðfestingu á að hann hafi lokið undirbúningi og uppfylli skilyrði. Önnur leiðin er gegnum offitumeðferð Reykjalundar og hin leiðin er í gengum undirbúning hjá Mín besta heilsa þar sem hægt er að sækja fræðslu á námskeiðinu Fræðsla fyrir aðgerð og hitta lækna sem hafa sérhæft sig í offitumeðferð ásamt öðrum fagaðilum sem á þarf að halda. Eftirfarandi er haft að leiðarljósi:
- Einstaklingur óskar eftir að fara í aðgerð
- Er yfir 40 í LÞS eða yfir 35 með ákveðna fylgisjúkdóma s.s. sykursýki, hjartasjúkdóm eða kæfisvefn. Metið er hve mikla heilsufarslega áhættu offitan hefur í för með sér og þar eru margir þættir teknir til greina.
- Skilur eðli aðgerðarinnar og afleiðingar hennar
- Er reyklaus
- Er ekki með virkan fíknisjúkdóm eða aðra sjúkdóma sem geta haft áhrif á árangur aðgerða
- Er tilbúinn til að tileinka sér þær breytingar á lífsháttum sem aðgerð felur í sér og vera í ævilöngu eftirliti
Undirbúningur hjá Mín besta heilsa felst annarsvegar í fræðslu. Hvaða aðgerð á við og afhverju. Skilja hvað breytist, hvað breytist ekki, hvar liggur óvissan, hverju þarf að fylgjast með og hvert á að leita ef eitthvað kemur uppá. Það gerum við á námskeiðinu; Fræðsla fyrir aðgerð
Hinsvegar felst undirbúningur í að koma líkama og sál í sitt besta form. Koma reglu á daglegt líf, nærast vel og koma sjúkdómum ef til staðar eru í jafnvægi. Leiðeiningar um þau skref er líka að finna á námskeiðinu. Í viðtölum er sett upp áætlun um hvað hver einstaklingur þarf að gera fyrir aðgerð til að vinna að bættri heilsu fyrir aðgerð. Þegar þessari áætlun hefur verið fylgt er hægt að senda inn umsókn um greiðslu SÍ.
Mjög mismunandi er hve langan tíma undirbúningsferlið áður en beiðni er send. Algengt er að það taki frá tveim til sex mánuðum eftir viðtal ef markvisst er unnið en getur líka tekið lengri tíma. Mikilvægt er að líta á þetta tímabil sem tækifæri til að bæta heilsu og hámarka líkur á langvarandi árangri en ekki sem biðtíma. Fyrsta skrefið er að fræðast og skoða hvaða leið hentar best.