Team

TEYMIÐ

Starfsfólk hjá Mín besta heilsa

SÉRFRÆÐILÆKNIR

Erla Gerður Sveinsdóttir

Erla Gerður er heimilislæknir og lýðheilsufræðingur að mennt. Hún hefur unnið við offitumeðferð með einum eða öðrum hætti síðustu 15 ár. Hún hefur unnið í offituteymi á Reykjalundi, verið yfirlæknir á Heilsustofnun Náttúrlækningafélagsins í Hveragerði, verið trúnaðarlæknir hjá Vinnuvernd, unnið í einkarekinni heilsugæslu, heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni og í opinberri heilsugæslu, nú síðast í sem yfirlæknir í nýrri einingu sem er Kvenheilsa og Heilsubrú hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Hún var annar stofnanda Heilsuborgar og starfaði þar sem yfirlæknir allan starfstíma fyrirtækisins frá 2009 til 2020. Heilsutengd málefni eru hennar helstu áhugamál og hún sækir mikið af námskeiðum og ráðtefnum um þau málefni, er eiginlega smá nörd. Erla er sveitastelpa að norðan og fyrir utan vinnuna eru gönguferðir í náttúrunni, berjatýnsla og garðyrkja hennar áhugamál og hún elskar að reita arfa. Þó hugurinn sé ansi mikið í vinnutengdum málefnum þá á fjölskyldan hennar hjarta. Samvera með fjölskyldu og góðum vinum, góður matur, púsluspil og bókalestur skapa líka stóran sess. 

Erla fræðir um þyngdarstjórnunarkerfi líkamans, sjúkdóminn offitu og fitubjúg. Skoðað er hvers vegna mataræði, hreyfing, svefn og andleg líðan er nauðsynlegur grunnur að meðferð offitu og annarra langvinnra sjúkdóma. Erla Gerður fjallar einnig um sérhæfð meðferðarúrræði offitu eins og lyfjameðferð og efnaskiptaaðgerðir og hver næstu skref eru fyrir þá sem vilja nýta sér slík úrræði. Hún hittir alla einstaklinga sem eru að undirbúa sig undir efnaskiptaaðgerðir og fylgir eftir fyrsta árið eftir aðgerð.

NÆRINGARFRÆÐINGUR

Gréta Jakobsdóttir

Gréta er næringarfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Hún er með mikla reynslu á næringu og efnaskiptaaðgerðum. Helsta áhugamál hennar er hreyfing og utanvegahlaup og góður dagur í fjöllunum með fjölskyldunni hvort sem það er í göngu eða á skíðum. Svo hefur hún gaman af bakstri og bakar mjög góð súrdeigsbrauð. 

Gréta er með fræðslu um heilbrigt og næringarríkt mataræði sem hentar einstaklingum í offitumeðferð. Gréta fræðir um það hvernig við skipuleggjum máltíðir dagsins, samsetningu fæðunnar og hvernig við getum tryggt líkamanum þá nauðsynlegu næringu og orku sem hann þarf á að halda. Í hennar fræðslu er farið er líka farið yfir mikilvæga þætti um skammtastærðir og vítamín. Hún fjallar meðal annars um af hverju við þurfum að taka vítamín eftir aðgerð og hver eru algengustu skortseinkennin, ásamt því að fara yfir helstu vandamál sem geta komið upp og skoðar lausnir við þeim. Gréta er með fræðslu í hóptímum og hægt er að bóka einstaklingstíma hjá henni á jakvaed.naering@gmail.com

SKURÐLÆKNIR

Hjörtur Gíslason

Hjörtur Gíslason er yfirskurðlæknir hjá GB Obesitas sem er staðsett í Malmö og er samstarfsfyrirtæki Mín besta heilsa. GB Obesitas er eitt stæsta meðferðasetur í efnaskipta/offitu aðgerðum í Evrópu og er leiðandi aðili í þessum aðgerðum. Hann og teymi hans hafa framkvæmt yfir 20.000 aðgerðir. Hann gerir einnig aðgerðir á Landspítala.

Hann færðir um aðgerðirnar sjálfar, árangur þeirra, ávinnig og áhættu. Hann fræðir líka um kosti og galla mismunandi aðgerða því mikilvægt er að velja þá aðgerð sem hentar hverjum einstaklingi best. Hann er með móttöku hjá Mín besta heilsa og hittir alla einstaklinga sem eru að undirbúa sig fyrir efnaskiptaaðgerð og er til staðar eftir þörfum eftir aðgerðir. Sjá einnig www.gboisland.com

SJÚKRALIÐI OG MÓTTÖKUSTJÓRI

Rakel Ólafsdóttir

Rakel er sjúkraliði og er með langa reynslu í ýmiskonar þjónustustörfum og góð mannleg samskipti eru hennar aðalsmerki. Hún er hjálpsöm, jákvæð og þolinmóð enda er einstaklega gott að leita til hennar.  Hún er lausnamiðuð og á auðvelt með að setja sig í spor annarra.

Hún annast bókanir, svarar tölvupóstum og ekki síst mælingar á líkamssamsetningu hjá þeim sem til okkar koma. Samhliða starfinu hjá Mín besta heilsa vinnur hún í Heilsubrú hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG LJÓSMÓÐIR

Sigrún Kristjánsdóttir

Sigrún Kristjánsdóttir er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir með langa og fjölbreytta reynslu að baki.

Hún sér um fræðslu og undirbúning fyrir efnaskiptaaðgerðir og ekki síst fræðslu og eftirlit eftir aðgerðirnar. Hún er einnig með fræðslu um fitubjúg (e. lipedema) í Heilsubrú hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

TEYMIÐ

Fyrirlesarar á námskeiðum

DEILIR REYNSLU SINNI

Áslaug Lárusdóttir

Áslaug er skrifstofustjóri hjá Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað og deilir reynslu sinni sem einstaklingur sem hefur farið í gegnum offitumeðferð.  Hún er lífsglöð og reynir að vera jákvæð og lausnamiðuð í lífsins ólgusjó.  Eiginkona, móðir og amma og starfar á skrifstofu.  Í einkalífinu er hún þekkt fyrir að velja ekki alltaf auðveldustu leiðina en kemst á áfangastað, hreinskilin og stendur með sjálfri sér. Fjölskyldan er henni allt, hún er það sem einu sinni hefði verið kallað flókið fjölskyldumynstur, hún er stór og samsett af ólíkum einstaklingum og stórum systkynahópum.  Á fjóra skemmtilega ömmustráka sem gefa lífinu lit og urðu kannski svolítið til þess að hún ákvað að taka heilsuna mína til endurskoðunar. Hana langaði í léttara líf og hafa getu til að gera allskonar hluti með sjálfri mér og fjölskyldunni. Hennar mottó er “ ef þér finnst þú ekki vera frábær, af hverju ætti einhverjum öðrum að finnast það“?

DEILIR REYNSLU SINNI

Bjargey Ingólfsdóttir

Bjargey Ingólfsdóttir er fararstjóri og fyrirlesari með B.A. í félagsráðgjöf. Bjargey elskar útivist og hreyfingu, góðan mat og skemmtilegt fólk. Hennar helstu áhugamál eru plöntur, ferðalög, sjósund og ljósmyndun.

Hún fjallar um sjálfstyrkingu og sjálfsumhyggju og hvers vegna það er mikilvægur hluti af vegferðinni að okkar bestu heilsu. Hún deilir einnig sinni reynslu af því að lifa með langvinnum sjúkdómum. Hún kynnir bók sína Hamingjubókina og mun leiðbeina hvernig hægt er að nota dagbókina til að halda vel utan um hornsteina heilsunnar, mataræði, hreyfingu, svefn og hugarró.

LÆKNIR

Eva Katrín Sigurðardóttir

Eva er almennur læknir, útskrifaðist úr Háskólanum í Kaupmannahöfn árið 2020. Eva er einnig viðskiptafræðingur að mennt og viðurkenndur Wim Hof Method þjálfari, en aðferð Wim Hof byggir á á sérstakri öndunartækni og öndunaræfingum, stigvaxandi kuldaþjálfun og breyttu/jákvæðara hugarfari. Eva er þriggja barna móðir og titlar sig oft sem “fyrrverandi ofurkonu” en eftir að hafa klesst á vegg og upplifað mikla örmögnun hafi hún þurft að læra að lifa lífinu upp á nýtt. Í dag er hennar aðal ástríða að fræða fólk um andardráttinn almennt, mátt meðvitaðrar öndunar og öndunaræfinga sem og áhrif þess á taugakerfi mannslíkamans sem hluta af grunnþörfum. Hún hefur gaman af því að hvetja fólk og aðstoða með að koma meira jafnvægi inn í daglegt líf, finna sinn innri styrk og auka vellíðan. Sjá nánar á www.evasbreath.is.

Hún fræðir um taugakerfið, streitu og öndun og kennir einfaldar en áhrifaríkar öndunaræfingar á námskeiðinu. 

.

SVÆFINGARLÆKNIR

Magnús Hjaltalín Jónsson

Magnús Hjaltalín Jónsson, pH.D starfar hjá  GB Obesitas. Hann útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands og kláraði sérfræðinám í svæfingar- og gjörgæslulækningum ásamt doktorsgráðu frá Háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Hann er búsettur í Malmö og hefur unnið með svæfingar tengdum offitulækningum frá 2010. www.gboisland.com

Hann útskýrir ferlið í kringum svæfingar hjá einstaklingum sem fara í efnaskiptaðgerðir. Fræðsla frá honum er væntanleg inn á síðuna.

ÍÞRÓTTAFRÆÐINGUR OG ÞJÁLFARI

Nanna Kaaber

Nanna Kaaber er íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Helstu áhugamál Nönnu eru hvers kyns hreyfing, dans, styrktarþjálfun, hlaup og almenn útivera með góðu fólki. Hún sérhæfir sig í að hjálpa fólki að koma hreyfingu að í daglegu lífi, að hjálpa því að finna gleðina í hreyfingunni, læra inn á líkamann sinn og koma því á þann stað að það geti gert það sem það vill, þegar það vill það. Hún vill að fólk nálgist hreyfingu út frá því hvar það er statt á hverjum tíma og út frá því sem fólk hefur áhuga á. Sjá nánar á www.kaaberheilsa.is 

Hún fræðir um hreyfingu og gefur hugmyndir um æfingar sem hægt er að nýta til að komast af stað í hreyfingu.

DEILIR REYNSLU SINNI

Sólveig Sigurðardóttir

Sólveig Sigurðardóttir er formaður SFO (Samtök fólks með offitu) og er sitjandi Evrópuforseti ECPO (Evrópusamtaka einstaklinga sem lifa með sjúkdóminn offitu). Sjá nánar www.sfo.is og www.eurobesity.org. Hún sinnir einnig fjölda annara verkefna tengt offitu.

Hún deilir hér sinni einstöku sögu og reynslu af því að vera einstaklingur sem lifir með sjúkdómnum offitu. Sólveig er ástríðukokkur og deilir hugmyndum af heilbrigðu mataræði og hvaða sýn hún hefur á offitumeðferð út frá sinni reynslu og þekkingu.
Gefum henni orðið: Lífið hefur upp á svo margt að bjóða en til þess að ná að njóta þurfti ég betri heilsu. Með stuðning og hjálp öðlaðist ég þetta frelsi til bættara lífs. Hver dagur skiptir máli og ég fagna hverjum degi sem heilsan gefur mér það frelsi að hreyfa mig og njóta lífsins. Lífið er núna og eitt í viðbót lífið er alltaf betra með kisum í kringum sig.

Shopping Cart